Erfiðar lagfæringar

Punktar

Erfiðleikar okkar stafa af hruninu og aðdraganda þess. Fyrirtæki misstu ótakmarkaðan aðgang að lánsfé og fóru að borga niður skuldir. Af því leiddi, að fjárfesting og atvinna minnkuðu. Gengi krónunnar hrundi og fólk þurfti að borga hærri afborganir í krónum talið, en tekjur þess jukust ekki að sama skapi. Mest tjón varð þó hjá ríkinu, sem tók yfir of mikinn hluta af skuldum bankanna. Ábyrgðist innlendar innistæður upp í topp, í þágu þeirra, sem áttu stórar inneignir. Það leiddi auðvitað til aukinna skatta og minni velferðar. Núverandi stjórn hefur lagað ástandið töluvert á aðeins hálfu fjórða ári.