Erfitt að velta Kastró

Punktar

Ég hef ekki farið til Kúbu og fór ekki til Sovétríkjanna, fyrr en þau urðu að Rússlandi. Ég lít raunar niður á þá, sem fara til harðstjórnarríkja til að skemmta sér innan um eymdina. Þess vegna hef ég vissa samúð með tilraunum Bandaríkjanna til að velta ógnarstjórn Kastrós á Kúbu. Hins vegar hefur George W. Bush lítið orðið ágengt á því sviði, því að stefna hans gegn mannréttindum og framkoma hans í utanríkismálum hefur aukið stuðning stjórnvalda í rómönsku Ameríku við Kúbu, til dæmis í Argentínu, Brasilíu, Chile, Uruguay og Venezluela. Simon Tisdall segir frá í Guardian.