Erindislaus hjartaarfi

Veitingar

Friðrik V leggur mikla áherzlu á hráefni úr Eyjafirði, þar á meðal jurtir af ýmsu tagi. Virðingarverð stefna í stíl við franskt “cuisine terroir”, sem hófst til virðingar fyrir þrjátíu árum. Flottur var langur diskur með átta forréttum. Þar var meðal annars reyktur silungur, þurrkað naut, og pipar-grafið naut, cayenne-pipar-grafinn þorskur og graflax. Stundum fer þetta úr böndum eins og í meðlæti með rosalega fínt elduðum laxi. Kringum hann var raðað sýnishornum úr flóru Eyjafjarðar, hvort sem þau áttu við fiskinn eða ekki. Þar var hrár hjartaarfi, soðin rófa og hvannarblóm í erindisleysu.