Hægri sinnaður þingmaður Evrópuráðsins telur málaferlin gegn Geir H. Haarde ekki standast mannréttindasáttmála Evrópu. Hollendingurinn Pieters Omtzigt hefur lagt fram minnisblað í þinginu um þetta efni. Engar líkur eru á, að það verði samþykkt, enda hluti af deilum milli pólitískra sjónarmiða. Málið snýst efnislega um, að pólitíkusar beri ábyrgð gagnvart kjósendum, sem felli þá í kosningum, ef á þurfi að halda. Dómstólar séu ekki nothæfir til að meta pólitík. Auðvitað er þetta frambærilegt sjónarmið, svo að gott er, að það kom fram í Evrópu. Fær þá þinglega meðferð hjá, raunar, þrælpólitísku þingi.