Fyrir tveimur áratugum gekk ég mikið um Manhattan og var að skrifa bók um borgina. Þá rakst ég á karlfatabúð við Grand Central, þar sem stóð í glugganum: “Þú ert sextán sinnum á dag í mynd. Ertu rétt klæddur?” Þetta var raunhæft viðhorf í þá daga. Nú ertu örugglega tíu sinnum oftar á dag í mynd. Ég get keypt skrá yfir símtöl milli þín og annarra númera og ég get keypt afrit af öllum þínum tölvupósti og bankafærslum. Líf okkar er opið sérfræðingum, sem selja þekkingu sína. Í ljósi þess er hlægilegt, að Persónuvernd bannar myndavélar á heimavistum. Betra er að opna þetta allt.