Hef mikið skrifað síðustu vikur um feita tékkann, heimsmetið og upprisuna. Þarf raunar ekki að fjölyrða meira, himnaríkið birtist áðan, Gróusögurnar hafa reynzt vera réttar. Feiti tékkinn er brot af loforðinu, að hluta til á kostnað ríkis og skattgreiðenda og að hluta til innistæðulaus. Hann er IOU, párað á servéttu. Ríkisstjórnin lofar einhverju, ekki á kostnað neins eða á ábyrgð neins. Þvinga á þrotabú gömlu bankanna til að borga, hvenær sem það tekst. Þau munu verjast fyrir dómstólum. Ef þú ert venjulegur launamaður í vandræðum með íbúðalánið þitt, geturðu spurt þig núna: Er ég upprisinn?