Eru skoðanir vanhæfar?

Punktar

Aðstandendur Brynju, nýstofnaðs landsfélags í Kópavogi fyrir fjórar valdafjölskyldur í Framsóknarflokknum, heimtuðu, að þingkonan og bæjarfulltrúinn vikju af fundi, þegar ákveðin væri innganga félagsins í flokkinn og aðild að flokksþingi. Meintar skoðanir einstaklinga í álykunarhæfri stofnun voru taldar gildar forsendur fyrir þessari undarlegu kröfu. Gaman hefði verið að fylgjast með frekari þróun krafna af þessu tagi í flokknum, en hann hafði vit á að hafna henni. Samt er athyglisvert, að valdafjölskyldur ráðherra og aðstoðarmanns ráðherra skuli hafa haldið fram séstæðri tegund af vanhæfni.