Erum við hrægammar?

Punktar

Loddarinn segir okkur, að við getum sem eigendur séreignasparnaðar hlaupið í skarð hrægamma og leiðrétt skuldir okkar. Hvernig fær almenningur sér þennan margumtalaða séreignasparnað, sem er lykillinn að himnaríki heimsmethafans? Loddarinn segir okkur líka, að við getum sem skattgreiðendur hlaupið í skarð hrægamma og leiðrétt skuldir okkar. Hvernig stendur á, að tilfærsla peninga frá almenningi til vel stæðra er lykillinn að himnaríki heimsmethafans? Er ekki almannafé betur varið í velferðina? Mér sýnist hugarheimur loddarans snúast um, hvernig hægt sé að bæta hag silfurskeiðunga og súkkulaðidrengja.