Erum við stödd í gamanleik?

Punktar

Hálfur sólarhringur er síðan Steingrímur stakk sér upp í flugvél með Bjarna og Sigmundi Davíð. Ætla að hitta fjármálaráðherra Bretlands og Hollands. Jóhanna er víðs fjarri. Blaðurfulltrúar og ímyndunarfræðingar hennar komu af fjöllum. Eða eru þar enn. Sennilega er einhver skýring á þessari uppákomu án aðildar Samfylkingarinnar. Gott væri, að þjóðin fengi að vita skýringuna, ef einhver er. Leikararnir koma inn á svið á rugluðum tímum og ráðagerðir fara í kross. Þrír flokksformenn þurfa að upplýsa, hvort þeir séu í gamanleik að hætti Molière. Kannski eru þeir í Ímyndunarveikinni. Eða í Mannhataranum.