Ég þekkti Mort Rosenblum fyrir aldarfjórðungi. Var ritstjóri International Herald Tribune og birti kjallaragreinar eftir mig. Áður og síðar var hann fréttamaður AP, en gerðist bóndi í Frakklandi. Hefur samið nokkrar bækur. Sú síðasta er merkust, kom út fyrir jólin. Hún heitir Escaping Plato’s Cave og fjallar um, hvernig blinda Bandaríkjamanna á umheiminn ógnar tilveru okkar allra. Strax á fyrstu síðu segir hann, að lygar vegi á við sannleika í umræðunni. Eins og George Orwell og Aldous Huxley voru búnir að vara við. Flatjarðarsinnar eru eins mikils virtir og hinir, sem vita hana kúlulaga.