Í þjóðfélagi fáráðlinga er sniðugt að leysa mál með því að afnema eignarétt vondra eigenda. Því er hampað orðunum vogunarsjóður og hrægammasjóður. Til að sýna fram á, að rétt sé að leysa skuldavanda á kostnað þeirra. Skrítið er, að hinir sömu snjöllu sjónhverfingamenn flagga einnig hugmyndum um að efla hagvöxt, soga hingað erlent lánsfé. Til að reisa orkuver fyrir stóriðju við Húsavík og Keflavík, til að bora göng í Vaðlaheiði, til að reisa spítala í Reykjavík. Spyrja má, hvort erlent lánsfé fáist í kjölfar eignaupptöku. Þá muldra þeir um lífeyrissjóðina, telja rétt að hirða líka eignir sjóðfélaga.