Evra tekin upp í laumi

Punktar

Júlíus Sólnes verkfræðingur er greindur maður með athyglisgáfuna í lagi. Var í Tyrklandi og tók eftir, að Tyrkir hafa tekið upp evru á laun án þess að spyrja kóng eða prest. Allt verð á vörum og þjónustu er auglýst í evrum þar í landi. Þegar Júlíus reyndi að borga með tyrkneskum lírum, settu menn upp svip og reiknuðu honum óhagstætt gengi. Það er semsagt ódýrara að borga þar með evrum er lírum. Allir nota evru, auglýsa bíla og lausamuni í evrum og semja um laun sín í evrum. Þetta sama eigum við að gera hér, taka í ró og mag upp alvöru evru samhliða krónunni án þess að biðja evrugreifana leyfis.