Slæm fjármálastjórn repúblikana í Bandaríkjunum, mikill halli á ríkisbúskapnum í stað afgangsins, sem var hjá demókrötum, svo og ráðagerðir ríkisstjórnarinnar um stórfelldar skattalækkanir hafa veikt dollarann. Fjárfestar hafa áhyggjur af ástandinu og vilja heldur kaupa evrópska pappíra vegna meiri stöðugleika ríkja Evrópusambandsins og traustari ríkisfjármála á þeim slóðum. 48% skulabréfaútboða í heiminum eru nú í evrum. Verðgildi evrunnar er nú orðið svo hátt, að framleiðendur á hennar svæði hafa áhyggjur af versnandi samkeppnisaðstöðu. En almennt séð styrkir þetta stöðu Evrópu á viðsjárverðum tíma í heimsmálunum.