Evran er traust

Punktar

Þótt Heimssýn og aðrar þjóðrembuslóðir segi sífellt fréttir af ógæfu evrunnar, heldur sú mynt áfram að EFLAST. Hún hefur í áratug verið óbreytt í dollurum. Breska pundið hefur sigið gagnvart evru og kínverskt yuan hefur risið gagnvart öllum myntum. Allar myntir hafa sigið gagnvart gulli, nema yuan. Sú mynt er þó líka farin að riða vegna merkja um erfiðleika í efnahagslífi Kína. Evran hefur staðizt vandræði Grikklands og erfiðleika ýmissa annarra evru-ríkja. Hún er komin jafnfætis dollar í heimsviðskiptum. Evran er fín mynt, þegar á heildina er litið, en gagnið fer eftir innri styrk ríkja til að fylgja reglum hennar.