Evran er traustur gjaldmiðill

Punktar

Evran hefur hækkað of mikið á gjaldeyrismarkaði. Fyrst var hún verðminni en dollar, en er nú komin langt upp fyrir hann. Sennilega er hún orðin of dýr og þarf að lækka um 10% til að ná traustara jafnvægi. Þar með lækka laun í Evrópu sem því nemur og útflutningur eykst á vöru og þjónustu. Þetta eru allt viðráðanlegar sveiflur í samanburði við fyrra ris evrunnar. Líkist ekki verðhruni krónunnar í bankahruninu, sem rýrði lífskjör okkar um 25%. Evran mun eiga í erfiðleikum næstu mánuði vegna erfiðrar stöðu banka í mörgum jaðarlöndum myntsvæðisins. Samt er evran einn traustasti gjaldmiðill heims.