Evran mun lifa af

Punktar

Evrópusambandið gerir núna það, sem það gerir bezt. Þráttar og þrefar. Nær sambandi við veruleikann, en stígur alltaf of stutt skref. Þrefar meira og stígur svo annað lítið skref. Þannig er saga bandalagsins, ótrúlega farsæl þrátt fyrir allt. Viðlagasjóður evrunnar tvöfaldaður og síðan þrefaldaður eftir meira þref. Berlusconi og aðrir valdamann við Miðjarðarhafið látnir lofa bót og betrun. Þeir munu svíkja það. Sambandið mun setja hörð skilyrði fyrir næstu greiðslu. Þannig mun dansinn halda áfram: Tvö skref áfram, þrjú skerf út á hlið, eitt afturábak. Sambandið mun lifa þetta af og evran líka.