Stjórnarskráin frá 2004 var samin fyrir Evrópu af Valéry Giscard d’Estaing. Síðan verið túlkuð af forstjórunum José Manuel Barroso og Jean-Claude Juncker. Allt eru þetta hægri pólitíkusar og bankavinir, hallir undir nýfrjálshyggju. Á tímanum, sem síðan er liðinn, hefur Evrópusambandið hallað sér að slíkri pólitík. Um leið stóð sambandið andspænis verulegum áföllum, hruni Grikklands, úrsögn Bretlands og öfgastefnu í Ungverjalandi og Póllandi. Hefur ekki getað mætt vanda af skynsemi. Ef Emmanuel Macron sigrar í Frakklandi, getur rof orðið á stirðri íhaldssemi sambandsins. Sambandið á líf sitt undir að hverfa frá nýfrjálshyggju.