Evrópa á refilstigum

Punktar

Almannatenglar risafyrirtækja flykkjast þúsundum saman á áhrifastaði heims, svo sem Washington og Bruxelles. Halda kontóristum og pólitíkusum uppi á snakki og mútum til að létta rekstur risafyrirtækja. Á kostnað almennings, á kostnað umhverfisins og á kostnað þjóðríkja. Hinir smáu og smáðu eiga engan séns á móti þessu liði. Til skamms tíma vann Evrópusambandið í þágu almennings, svo sem í málum neytenda, umhverfis og vinnuréttar. Í seinni tíð hafa skjöl sambandsins hins vegar verið gegnsýrð þjónustu við almannatengla risafyrirtækjanna. TISA samningsdrög Bandaríkjanna og Evrópu eru gott dæmi um samsæri gegn almenningi.