Evrópa áttar sig

Punktar

William Pfaff segir í International Herald Tribune, að ráðamenn í Evrópu séu almennt farnir að átta sig á, að heimsvaldastefna Bandaríkjanna sé ekki tímabundið ástand ríkisstjórnar George W. Bush, heldur langtímavilji hinnar pólitísku yfirstéttar þar vestra. Hann telur, að evrópskir ráðamenn séu almennt andvígir heimsvaldastefnunni eins og almenningur í Evrópu. Þeir segi bandarískum áhrifamönnum, að sambúð Evrópu og Bandaríkjanna munu hríðversna, meðan Bandaríkin reyni að deila og drottna í Evrópu.