Evrópa bjargar Samfylkingunni

Punktar

Samfylkingin hefur bjargað sér í kosningunum. Ráðstefnan um Evrópu hjálpar. Það stimplast inn hjá fólki, að Samfylkingin er eini flokkur aðildar að Evrópusambandinu. Framsókn og Flokkurinn hrukku til baka í vetur, svo að Samfylkingin hefur enga samkeppni. Þeir, sem líta á Evrópuaðild sem stóra málið, halla sér að Samfylkingunni í kosningunum. Þar sem stuðningsmenn aðildar eru rúmlega þriðjungur þjóðarinnar, tryggir þetta Samfylkingunni gott fylgi. Við hliðina á Evrópumálinu gleymist, að Samfylkingin skaðar umhverfið, olli hruni ríkisins, svaf á verðinum og trúir enn á frjálshyggju.