Brian Whitaker segir í Guardian, að andstaða almennings í Evrópu við fyrirhugað stríð Bandaríkjanna og Bretlands við Írak hafi komizt til skila í hugum fólks í Miðausturlöndum. Þar sé ekki lengur litið á málið sem vestrænt ofbeldi, heldur bandarískt ofbeldi. “Lifi Frakkland”, stendur á áróðursspjöldum í Egyptalandi.