Evrópa er þægari

Punktar

Gegn vilja kjósenda eru Evrópusambandið og sumar ríkisstjórnir í Evrópu að færa sig nær Bandaríkjunum í málum þriðja heimsins. Sumpart stafar það af, að ráðamönnum í Evrópu hefur ekki tekizt að fá Íran með góðu til að hætta við kjarnorkuáætlun. Sumpart stafar það af, að róttæki flokkurinn Hamas vann frjálsar kosningar í Paltestínu gegn vilja evrópskra ráðamanna. Sumpart stafar það af valdi nokkurra hægri manna, Jose Manuel Barroso í Evrópusambandinu, Tony Blair í Bretlandi og Angela Merkel í Þýzkalandi.