Lestur bókarinnar Why Europe Will Run the 21st Century hefur opnað mér nýja sýn á heimsmálin. Mark Leonard lýsir þar, að harður máttur Bandaríkjanna er einskis virði í nútímanum. Hann getur ekki einu sinni unnið stríð. Hinn mjúki máttur Evrópu felst í altumlykjandi reglugerðum. Þær ákveða á 80.000 síðum, hvernig menn hagi sér í samskiptum. Þar á meðal í fjölþjóðlegum samskiptum. Mikill hluti heimsbyggðarinnar verður að fara eftir reglum Evrópu, bara út á viðskiptin. Galdurinn er, að Evrópa er ekki heimsveldi, heldur samskiptanet, sjálfvirkur vefur. Eins og Visa. Brilljant bók.