Þáttaskil urðu í ævi Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn fyrir jól. Þar ætlaði það að taka forustu í loftslagsmálum heimsins. Niðurstaðan varð hins vegar samkomulag Bandaríkjanna og Kína með aðstoð Indlands og Brasilíu. Stóru þriðja heims ríkin tóku keflið af Evrópu. Nokkrum mánuðum síðar eru menn að átta sig á, að Evrópa færðist á jaðar heimsmálanna. Breytt stjórnarskrá sambandsins hefur ekki breytt áttinni. Nýr forseti ofan á þá þrjá, sem fyrir voru, hefur ekki bætt úr skák. Enn síður en áður veit stjórn Bandaríkjanna í hvern í Evrópu á að hringja á ögurstundu. En það er líka gott að vera smár.