Evrópa fylgir Frakklandi

Punktar

Margir valdamenn í Evrópu munu leggja hart að sér að halda góðu sambandi við Bandaríkin og sumir munu bugta sig mikið í því skyni. Undir niðri mun niðurlægingin svíða, enda er almenningsálitið í allri Evrópu andvígt því, að landsfeður beygi sig í duftið fyrir ruddalegum ráðamönnum Bandaríkjanna. Þótt valdamenn láti ekki á þessu bera, eru þeir óðum að átta sig á, að Gaullismi Frakklands var rétt stefna á sínum tíma og að Evrópa nútímans þarf sinn Gaullisma. Þetta er spurning um þjóðavitund og fullveldi og um stöðu evrópskrar menningar og þjóðskipulags. Þjóðverjar og Belgar eru farnir að hlusta á Frakka, sem hafa langa reynslu af að standa uppi í hárinu á Bandaríkjunum. Evrópa þarf sjálfstæða tilveru gagnvart einþykkum Bandaríkjunum og mun smám saman öðlast hana. Þessu spáir William Pfaff í International Herald Tribune.