Evrópa hafnar TISA

Punktar

Evrópusambandið hefur gefið út YFIRLÝSINGU um, að það beri enga ábyrgð á pappír TISA viðræðnanna við Bandaríkin um einkavæðingu opinberrar þjónustu. Sambandið muni ætíð standa gegn slíkum hugmyndum. Cecilia Malmström viðskiptaforstjóri staðfesti þetta. Svo virðist því, sem tillögunni hafi verið hafnað. Fínt skref til stöðvunar fríverzlunarsamnings Evrópu við Bandaríkin. Á þingi sambandsins hefur á sama tíma myndazt meirihluti gegn réttarstöðu risafyrirtækja til jafns við þjóðríki. Þetta endurvekur spurningu um, hvað Martin Eyjólfsson er að gera í viðræðunum. Er framsal fullveldis áhugamál Gunnars Braga utanríkisráðherra?