Evrópa hnerrar ekki, þótt Bandaríkin fái kvef. International Herald Tribune segir Evrópu hafa staðizt kreppuna. Öldurótið frá lækkun fasteigna og hruni Bear Sterns í Bandaríkjunum hafi ekki haggað Evrópu. Bjartsýni vex í kjarnalöndum Evrópu, Þýzkalandi og Frakklandi. Evran hefur hækkað, en fyrirtæki í Evrópu óttast samt ekki harðari samkeppni dollaralanda. Allir reikna með, að Seðlabanki Evrópu haldi óbreyttum stýrivöxtum fram á mitt ár. Blandað hagkerfi Evrópu er klettur í hafinu með 2% hagvöxt ár eftir ár. Meðan Bandaríkin og Ísland í villta vestrinu vaða ýmist í ökkla eða eyra.