Nú er aldeilis heima. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn neitar að taka þátt í rugli evruhópsins gegn Grikklandi. Efnislega segir sjóðurinn: Þið eruð fífl. Skuldir Grikklands eru ósjálfbærar. Afskrifa verður þessar skuldir, en þið neitið að afskrifa neitt. Við tökum ekki þátt í svona rugli. – Aldrei hafa öfgasinnaðir leiðtogar Evrópu fengið slíkt kjaftshögg og það frá Christine Lagarde. Enda eru þetta bankavinir, er hringsnúast um ímyndanir. Í stað þess að leysa mál, flækja þeir ímyndanir og standa andspænis hálfu verri vanda. Allt sökk svo í dúndrandi rugl, þegar geðbiluð hefnigirni Wolfgang Schäuble komst að háborðinu. Meiru fálkarnir þetta.