Financial Times sagði í gær, að Evrópusambandið sé að ná vopnum sínum í samskiptum við Bandaríkin, sem lengi hafa ekki hlustað á Evrópu. Evrópa sé farin að tala hreint út um, að loka eigi Guantanamo; að hlægilegar séu tilraunir Bandaríkjanna til að breiða út lýðræði í heiminum; að Bandaríkin verði eftir áralangt hlé að vera til viðtals í umhverfismálum; að umræður um aukið viðskiptafrelsi í heiminum séu gagnslausar, ef Bandaríkin gefi ekki meira eftir. Svo er nú komið, að jafnvel George W. Bush er farinn að sjá ljós, talar um lokun Guantanamo.