Þróun Evrópu á þessu ári er í átt til meira samstarfs. Sambandið er að losna við Bretland, sem hefur alla tíð verið til vandræða. Aðildin var framhald af gamalli brezkri heimsvaldastefnu, að deila og drottna. Bretland fer illa út úr Brexit fyrir allra augum. Evrópusambandið getur nú snúið sér að öðrum ríkjum, sem þarf að reka, til dæmis Ungverjalandi, sem er úr heimi fasisma. Evrópusambandið þarf líka að þétta stoðkerfi evrunnar sem fjölþjóðlegs gjaldmiðils. Evran lenti í hremmingum í kjölfar gjaldþrotshættu Grikklands, en hefur náð að halda óbreyttum styrk. Ísland á ekki heima í Evrópu, en þarf afar góð samskipti við bandalagið.