Vestur-Evrópa bítur seint úr nálinni, eftir að hafa stöðvað heimflug Evo Morales, forseta Bólivíu, frá Sovétríkjunum. Frakkland, Portúgal, Ítalía og einkum Spánn bönnuðu yfirflug forsetans. Hann sat fastur í Vínarborg í nótt. Náttúrlega meiriháttar diplómatískur skandall. Evrópuríkin eru stimpluð til langframa sem varðhundar bófaflokkanna, er stjórna Bandaríkjunum. Verst er þó útkoma Frakklands, sem stundum þykist rífa kjaft, þegar það er óhætt, en hagar sér eins og kjölturakki, þegar í harðbakkann slær. Í morgun var áfram allt fast, því Spánn neitaði enn að virða alþjóðlegar reglur um diplómatíu.