Evrópa spáir fólksflóði

Punktar

Heimsendaspámaðurinn James Lovelock hefur fengið stuðning úr óvæntri átt, frá Evrópusambandinu. Þar eru tveir yfirmenn utanríkismála, Javier Solana and Benita Ferrero-Waldner. Þau segja þjóðir fara fyrir alvöru að flæða yfir landamæri innan fárra ára. Stafar af hungri, vatnsskorti og flóðum. Öll þessi atriði eru afleiðing áhrifa mannsins á umhverfið. Kemur fram í skýrslu, sem lögð verður fyrir toppfund bandalagsins í vikunni. Solana segir Evrópusambandið verða að ákveða, hvað það eigi að gera, þegar opnast flóðgáttir milljóna. Of seint er að afneita meðferð mannkyns á lífríkinu.