Evrópusambandið fór í gær fram úr Bandaríkjunum sem stærsta viðskiptaveldi heims. Gerði fríverzlunarsamning við Japan, sem stækkar áhrifasvæðið upp í 600 milljón íbúa. Tollar munu hrynja á þessu svæði og spara milljarða evra. Um leið verður evran áhrifameiri sem alheimsgjaldmiðill, ekki gefin út af neinu einkafélagi eins og dollarinn. Talið er, að samningurinn nái fljótt til Evrópska efnahagssvæðisins, þar á meðal Íslands. Ætti að efla sjávarútveg okkar og ferðaþjónustu. Vegna Brexit missa Bretar hins vegar af kostum Evrópusambandsins. Því mætti Guðlaugur Þór fara enn einu sinni fýluferð til London að gráta í faðmi Boris Johnson Brexit-greifa.