Evrópa stöðvar maís

Punktar

Evrópusambandið hefur krafizt skýringa Bandaríkjanna á, að erfðabreyttur maís frá Bandaríkjunum var fluttur til Evrópu í leyfisleysi í staðinn fyrir leyfðan maís. Þetta gerðist á vegum svissneska risafyrirtækisins Syngenta, sem áður hét Zeneca og Novartis. Þetta hefur magnað ótta við, að eftirlit Bandaríkjanna með erfðabreyttum afurðum sé ekki upp á marga fiska og hefur magnað andstöðu í Evrópu við erfðabreytt útsæði og matvæli. Jafnframt hefur Evrópusambandið beðið aðildarríkin um að elta uppi þennan erfðabreytta maís og eyða honum í tæka tíð.