Hugmynd Ögmundar Jónassonar er fín. Ríkisstjórnin semur um að vera ósammála um Evrópuaðild og vísar málinu til Alþingis. Þar kemur fram þingsályktun frá þingmönnum, sem verður samþykkt eða felld. Að samþykktri tillögunni getur utanríkisráðuneytið farið í gegnsæjar samningaviðræður við bandalagið. Ef það samþykkir. Þegar þeim er lokið, fær fólk þjóðaratkvæði að ákveða aðild eða ekki aðild. Á þennan hátt getur ríkisstjórnin einbeitt sér nú að brýnum björgunaraðgerðum. Evrópa fer í sérstakt ferli, sem truflar ekki vinnu við að komast út úr kreppunni. Er bezta leiðin til að koma stjórninni á koppinn.