Evrópa verst enn

Punktar

Mikil barátta er um erfðabreytt matvæli í Evrópu, því að í flestum löndum álfunnar vilja hvorki bændur, stórmarkaðir né neytendur vita af slíkum mat. Erfðabreytt sæði fýkur hins vegar milli akra og tryggingafélög hafa neitað að tryggja bændur gegn skaðabótakröfum vegna foks á erfðabreyttu sæði. Smám saman verður erfitt fyrir hefðbundna bændur að selja afurðir sem ómengaðar, nema einstök lönd geti heft innreið erfðabreytts korns. Í deilunni er Alþjóða viðskiptastofnuninni beitt gegn Evrópu, enda er vistvænn og lífrænn landbúnaður utan við dómgreind viðskiptafræðinga hennar.