Nató tók ekki að sér að heyja stríð gegn Afganistan. Og það tók ekki að sér að vera þar hernámslið. Bandalagið fór til Afganistans til að halda frið og reisa landið við. Það hefur greinilega ekki tekizt. Bandaríkin vilja, að Nató fari í stríðið, fari að drepa fólk. Það vilja Þjóðverjar alls ekki og raunar ekki heldur ýmsar aðrar þjóðir Evrópu. Bandaríkin saka Þjóðverja um heigulskap og benda til samanburðar á Bretland og Kanada. Í Evrópu er engin sátt um slíka stríðshyggju á vegum Nató. Togstreitan um frammistöðu ríkja í Afganistan er tilgangslaus. Ekki er til nein sátt um markmið Nató þar á bæ.