Evrópsk drykkja

Punktar

Þriðji hver Íri er drykkjurútur, 27% Finna, 24% Breta og 23% Dana. Það eru niðurstöður áfengiskönnunar á vegum Evrópusambandsins. Íslendingar voru ekki taldir. Þeir eru taldir drykkjurútar, sem drekka meira en fjóra snafsa á einu fylleríi. Þrátt fyrir eiturlyf er áfengi enn mesta böl Evrópu. 195.000 Evrópumenn deyja árlega af völdum þess. Einnig fjórðungur karlmanna, sem deyja á aldrinum 15-29 ára. Helmingur ofbeldis í Bretlandi er áfengistengdur. Aðeins Ítalir og Grikkir kunna með áfengi að fara, þar eru drykkjurútar aðeins 2% fólks. Frá þessu segir í Spiegel.