Evrópa fékk ekki Afríkusamning, þótt hún tæki í lúkuna á Robert Mugabe, einræðisherra í Zimbabve. Semja átti í Lissabon um helgina um viðskipti álfanna. Evrópusambandið taldi Kína hafa ráðizt á Afríkumarkað og vildi laga stöðuna. Taldi ráðlegt að setja upp leiðtogafund. Harðstjórar Afríku vildu ekki koma, nema öllum yrði boðið, þar á meðal Mugabe. Evrópska hóran féllst á það. Leiðtogar Þýzkalands, Hollands og Norðurlanda fóru þó að tauta um mannréttindi. Mugabe og félagar sögðu þeim að halda kjafti. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands fór vel út úr þessu. Hann mætti ekki.