Eftir tiltölulega jafna stöðu þýzku flokkanna í vor, hefur Angela Merkel aukið bilið í sumar. Hefur núna fjórtán prósentustig yfir Martin Schulz kratanna. Það er talið stafa af, að þýzkir kjósendur meti staðfestu og öryggi umfram önnur atriði í pólitík. Heribert Prantl, leiðarahöfundur Süddeutsche Zeitung, segir það vera „vegna þess að hún er ekki sturluð, heldur hæf og reynd.“ Leiðtogar um allan heim, með Donald Trump í fararbroddi, láta eins og fífl og eru fífl. Frú Merkel er eins og klettur í hafi pamfílanna. Hún siglir ekki bara Þýzkalandi, heldur líka evrunni og Evrópusambandinu, um lífsins ólgusjó. Evrópska mamman.