Geir H. Haarde væntir þess að fá það réttlæti úti í Evrópu, sem hann telur sig ekki hafa fengið á Íslandi. Fetar þar í fótspor margra, sem hafa fengið íslenzkum dómum hnekkt fyrir stórdómstólum Evrópu. Mikið má Geir vera feginn því afsali fullveldis, sem felst í viðurkenningu Íslands á endanlegu valdi erlendra dómstóla. Sjálfur efast ég ekki um, að íslenzkir dómar hafa löngum verið úti á túni, einkum í meiðyrðamálum. Þegar evrópskir dómstólar hnekkja slíkum dómum, eykst réttlæti hér. Ekki er allt fengið með hreinu fullveldi, þótt sumir telji svo vera. Í flestu fer okkur bezt að lúta evrópskri forsjá.