Evrópskur flugskattur

Punktar

Gordon Brown, fjármálaráðherra Breta, tók í dag undir tillögur Frakka og Þjóðverja um skatt á farþegaflug til að fjármagna aðstoð við þróunarlönd, einkum í Afríku. Skatturinn yrði lagður á flugvélabenzín og mundi nema rúmlega 1000 krónum á hvern seldan miða. Hann má túlka sem 50 milljarða dollara mengunarskatt. Farþegaflug veldur mikilli mengun, framleiðir mikinn koltvísýring, sem er um þessar mundir að magna fárviðri og flóð. Umhverfissinnar fagna þessum aukna stuðningi við sjónarmið, sem eru að sigra í Evrópusambandinu og tryggja stöðu þess sem góðviljaðs afls í heiminum gegn eyðingaröflum dólgaauðvaldsins.