Evrópskur hugbúnaður

Punktar

Evrópa er að taka við sér í hugbúnaði. Yfirburðir Sílikon-dals í Kaliforníu hafa minnkað. New York Times rekur dæmi um þetta, svo sem Svíann Zennstrom, sem bjó til gagnagrunninn Kazaa. Skype er annað dæmi um evrópskan hugbúnað, sem notaður er til að sleppa við einokun símans. Einnig hefur Tariq Krim fundið upp Netvibes, leið fyrir almenning framhjá okri í netþjónustu, með tíu milljón notendum. Hin evrópsku Vpod og Sevenload eru að matri blaðsins betri en YouTube, sem margir þekkja. Litlir Sílikon-dalir eru að myndast hér og þar um Evrópu, jafnvel á Íslandi.