Lesendum hatursmanna Evrópu kemur líklega á óvart, að fjárhagslega líður Evrópu og evrunni vel. Sameiginlega myntin hefur staðizt högg og reynzt sterkari en dollarinn og ég tala nú ekki um pundið. Í fyrra batnaði efnahagur allra 28 ríkja sambandsins, jafnvel Grikklands. Horfur eru á bata efnahags allra 28 ríkja þess á nýju ári og hinu næsta. Mestur hefur vöxtur efnahags verið í ríkjum, sem nota evru. Brexit er ekki talið munu hafa vond áhrif á vöxt meginlands Evrópu. Enda eru bankar og fjölþjóðafyrirtæki farin að flýja London til Frankfurt og Parísar. En auðvitað getur slæmt kvef í Bandaríkjunum og Kína haft áhrif á Evrópu.
Sjá:
YAHOO!