Umhverfissáttmáli heimsins frá Kyoto 1997 er nú í skoðun á fjölþjóðaráðstefnu í Montreal. Komið hefur í ljós, að Evrópa stendur sig einna skást heimshlutanna, en er þó langt frá markmiðum sáttmálans. Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað í Evrópu um 2,5%, en minnkunin á að verða 8% árið 2012. Evrópu miðar í rétta átt, en annað er að segja um Bandaríkin, sem neituðu að vera með í Kyoto og eitra heiminn meira en nokkru sinni fyrr. Bandaríkin taka þátt í Montreal-fundinum og reyna þar auðvitað að safna um sig liði helztu umhverfissóða heimsins, þar sem fremst fara Kína og Indland.