Aðild að Evrópusambandinu hefði hindrað hrun Íslands. Það segir að minnsta kosti Hose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins. En það er of seint núna að ganga í bandalagið til að forðast hrunið. Þess vegna er aðild ekki brýnasta mál dagsins. Það getur verið nauðsynlegt að vera kominn í bandalagið fyrir næsta hrun Íslands. En það gerist ekki fyrr en vanhæfur Sjálfstæðisflokkur kemst aftur til valda á Íslandi. Það gerist vonandi ekki næsta áratuginn, svo að við höfum góðan tíma til stefnu. Við þurfum að gæta okkar vel í samningaviðræðum og megum alls ekki landa samningi í tímahraki.