Evrópusambandið í fínum málum

Punktar

Fjöldi manna hér á landi trúir, að evran og Evrópusambandið séu á fallanda fæti. Mikla fyrir sér fréttir af vandræðum Grikklands og vantrausti manna á greiðslugetu nokkurra fleiri ríkja. Þetta eru ríki, sem voru sárafátæk, áður en þau fengu inngöngu. Voru óvön lífsgæðum sambandsins og ætluðu sér um of. Eru því í erfiðleikum eins og ýmis ríki utan Evrópusambandsins. Kjarni sambandsins í Þýzkalandi og Frakklandi, Belgíu og Hollandi er í góðum málum. Engin ástæða er að ætla, að Evrópusambandið lendi í erfiðleikum af okkar tagi. Engin ragnarök eru fyrirsjáanleg í Evrópu, þótt Grikkland sé í vanda.