Fyrir hálfu ári voru mikilvægar deildir Sjálfstæðisflokksins á leið inn í Evrópu. Fremst fóru þar í flokki Samtök atvinnulífsins mínus sjávarútvegur, svo og Morgunblaðið. Forustufólk flokksins var að fikra sig inn á þessa línu, einkum formaðurinn og varaformaðurinn. Hálfu ári síðar hefur orðið kúvending. Sjálfstæðisflokkurinn rekur harða Evrópuandstöðu. Ritstjórinn var rekinn og í staðinn kominn hrunstjórinn mikli og dávaldurinn mikli. Formleg forusta flokksins er runnin til baka í Evrópuandstöðu. Ráðning Davíðs sem ritstjóra Morgunblaðsins rekur síðasta naglann í líkkistu Evrópustefnunnar.