Mústafa Kemal, öðru nafni Tyrkjafaðir, taldi Tyrki standa Evrópumönnum langt að baki. Þeir þyrftu að vinna upp mismuninn. Taka upp evrópska siði, þar á meðal latneskt stafróf, evrópskan klæðnað, evrópska herfræði, evrópska skóla, evrópska veraldarhyggju. Á þessum grunni var lýðveldi reist á rústum einræðis. Tyrkjaher hefur síðan haldið uppi merki Tyrkjaföður og amast við uppgangi íslamista í kosningum. Á ýmsu hefur gengið þar, en í heild hefur Tyrkland fetað nær Evrópu. Enn er spenna milli hersins og íslamista og illt að spá um úrslit. Mikligarður er sem fyrr skurðpunktur austurs og vesturs.