Evrópuviðræður í óvissu

Punktar

Allt er í óvissu um framvindu Evrópuaðildar. Nýja ríkisstjórnin hefur vísað málinu til Alþingis. Þar eru þingmenn ríkisstjórnarinnar óbundnir af aðild flokkanna að ríkisstjórn. Ég efast um, að margir þingmenn vinstri grænna muni styðja viðræður. Kannski fást einhverjir til að sitja hjá. Sjálfstæðið hefur sagzt ekki ætla að draga Samfylkinguna að landi. Kannski munu flestir þingmenn flokksins sitja hjá. Nokkuð fylgi má finna í þingliði Framsóknar. Í heild má segja, að stuðningur við viðræður um aðild verði torsóttur hjá Jóhönnu. Mikill tími mun fara á sumarþingi í þetta ótímabæra langtímamál.